Evrópukeppni í fjármálalæsi

Evrópukeppni í fjármálalæsi

Evrópukeppni í fjármálalæsi

Fjármálavit, verkefni um eflingu fjármálalæsis í efstu bekkjum grunnskólans sem LL eru aðilar að, stóð nýverið fyrir Fjármálaleikunum þar sem nemendum í 10. bekkjum grunnskóla landsins gafst kostur á að spreyta sig á spurningum sem tengjast ýmsum hliðum fjármála, þ.á.m. lífeyrismálum. Austurbæjarskóli var hlutskarpastur og hlýtur að launum 100 þúsund krónur og miða fyrir tvo fulltrúa skólans ásamt kennara til Brussel til að taka þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi 8. maí nk. 

Keppnin fór fram dagana 12. - 18. mars á slóðinni fjarmalaleikar.is. Nemendur spiluðu leikinn fyrir hönd síns skóla og svöruðu alls 64 spurningum á fjórum efnissviðum: Ég, Heimilið, Nám og atvinna, Samfélagið. Eins og fyrr segir bar Austurbæjarskóli sigur úr býtum en Árbæjarskóli var sá skóli sem sýndi hlutfallslega mesta þátttöku.

Önnur úrslit á Facebooksíðu Fjármálavits

Heimasíða Fjármálavits

Lífeyrissjóðakerfið á 90 sekúndum