Fimm ný fræðslumyndbönd um lífeyrissjóðakerfið

 

Fimm ný kynningarmyndbönd fyrir samfélagsmiðla

Landssamtök lífeyrissjóða hafa nú látið útbúa fimm stutt kynningarmyndbönd um lífeyrissjóðakerfið sem henta vel til notkunar á samfélagsmiðlinum Facebook. Myndböndin eru öll innan við ein mínúta, textuð og þulur les. Önnur fimm, enn styttri, eru einnig aðgengileg til notkunar á Instastory. 

Málefnin sem tekin eru fyrir í myndböndunum eru:

  1. Af hverju þarf ég að greiða í lífeyrissjóð?
  2. Hvar finn ég upplýsingar um réttindi mín hjá lífeyrissjóðunum?
  3. Hvaða réttindi fæ ég með því að greiða í lífeyrissjóð?
  4. Viðbótarlífeyrissparnaður
  5. Sjálfstætt starfandi
  6. Hvernig vel ég mér lífeyrissjóð? (er enn í vinnslu en væntanlegt fljótlega)

Myndböndin eru aðgengileg á Youtube á rás Landssamtaka lífeyrissjóða.