Námskeið fyrir stjórnir og starfsmenn lífeyrissjóða í vetur

Námskeið fyrir stjórnir og starfsmenn lífeyrissjóða í vetur

Lífeyrismál úr ýmsum áttum

Næsta vetur mun Félagmálaskólinn í samvinnu við fræðslunefnd Landssamtaka lífeyrissjóða bjóða sérhæfð sí- og endurmenntunarnámskeið fyrir stjórnir og starfsmenn lífeyrissjóða þar sem fjallað verður á hnitmiðaðan hátt um ýmis hagnýt viðfangsefni á sviði lífeyrismála. 

Námskeiðin verða haldin í Guðrúnartúni 1. Sérstök athygli er vakin á tímasetningu námskeiðanna, kl. 15:00-18:00, en með þessari breytingu er reynt að koma betur til móts við þátttakendur. Enn á eftir að festa dagsetningar vornámskeiðanna en upplýsingar um þær koma jafnóðum inn á vefinn. 

Hægt verður að taka þátt í öllum námskeiðum Félagsmálaskólans í gegnum fjarfundarkerfi.  

Búið er að opna fyrir skráningar á heimasíðu Félagsmálaskólans