Veit'ða ekki. Hef ekki hugmynd. Nei. Er að borða!
Þannig hljóðuðu algengustu svörin þegar Ingólfur, betur þekktur sem Gói sportrönd, fór af stað með hljóðnemann. Hann hitti ungmenni á förnum vegi og spurði: Veistu hvað lífeyrissjóður er? Hvað er lífeyrir?
Gói sportrönd var sjálfur ekki sérlega sleipur í viðfangsefninu þegar á reyndi. Honum vafðist tunga um höfuð við að útskýra lífeyrisgangverkið fyrir viðmælendum sínum. Núna stæði hins vegar fátt í honum. Gói lagðist nefnilega í að stúdera vefinn Lífeyrismál.is og er eiginlega gáttaður á því hve áhugaverður, upplýsandi, líflegur og skemmtilegur vefurinn er.
Á daginn kom líka að lífeyrissjóðakerfið er bærilega skiljanlegt fyrirbæri þegar að er gáð.
Ef ég skil, geta aðrir skilið líka, segir Gói sportrönd ákveðið.
Fáðu fréttabréfið okkar sent beint í innboxið þitt.
Með því að skrá netfangið þitt samþykkir þú skilmála okkar.