Félagsmálaskólinn í samstarfi við LL. Áhættustýring og innra eftirlit

Áhættustýring og innra eftirlit

Hverjar eru áhættur í starfi lífeyrissjóða og hvernig skal meta þær?

Á námskeiðinu verður fjallað um regluverk um eftirlitskerfi með áhættu lífeyrissjóða og hvaða skylda hvílir á lífeyrissjóðunum við að greina og meta áhættu. Fjallað verður um hlutverk áhættustjóra innan lífeyrissjóða, í hverju starf hans felst, hvaða valdsvið hann hefur og hver staða hans er í skipuriti.

Áhersla verður á uppbyggingu réttinda og tryggingarvernd í samtryggingardeildum lífeyrissjóða og þær áskoranir sem kerfið stendur frammi fyrir.

Leiðbeinandi: Agni Ásgeirsson, forstöðumaður áhættustýringar hjá LSR.

Skráning á heimasíðu Félagsmálaskólans.