Flutningur milli landa

Það er að mörgu að hyggja þegar fólk flytur milli landa. Eitt af því er hvað verður um lífeyrisgreiðslur á meðan?

 • Get ég misst einhver réttindi við flutning milli landa?

  Réttur til svokallaðs framreiknings á örorkulífeyri fellur niður á einu ári eftir flutning ásamt barnalífeyri. Hafi sjóðfélagi unnið sér inn rétt til framreiknings við brottflutning frá landinu tekur það sex mánuði að virkja þau réttindi aftur eftir að iðgjaldagreiðslur hefjast að nýju.

 • Greiði ég í lífeyrissjóð í útlöndum?

  Það fer eftir lögum og reglum í viðkomandi löndum

 • Hvaða reglur gilda í öðrum löndum?

  Þær eru mjög misjafnar og skiptir máli að kynna sér málið hjá sérfræðingum í þeim löndum sem flutt er til.

 • Hvað gerist þegar ég greiði ekki í lífeyrissjóð hér heima?

  Þú heldur áunnum réttindum en missir rétt á framreikningi örorkulífeyris.

 • Get ég greitt hérna heima þó ég búi í útlöndum?

  Hægt er að gera það en vegna skattalaga þá borgar sig ekki að greiða í lífeyrissjóð á Íslandi meðan dvalið er erlendis. Greiddur er tekjuskattur af lífeyrisgreiðslum á Íslandi og fæst frádráttur frá tekjuskatti þegar greitt er í lífeyrissjóð.  Ekki fæst frádráttur í öðrum löndum vegna greiðslna í lífeyrissjóð á Íslandi.