Fjármálavit

Landssamtök lífeyrissjóða (LL) og Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) sameinast um Fjármálavit

LL hafa gengið til liðs við SFF í verkefninu Fjármálaviti. Fjármálavit er námsefni í fjármálalæsi fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla landsins sem nú hefur hafið sitt þriðja starfsár.
Verkefnið var stofnað árið 2014 og hafa um 9000 nemendur í 10. bekkjum grunnskóla landsins notið góðs af. Starfsfólk lífeyrissjóðanna leggur sitt að mörkum til að fræða elstu nemendur grunnskólanna.  Sjá myndir frá starfinu

 Frá undirritun samstarfssamnings. Frá vinstri Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL og Rakel F. Björnsdóttir, verkefnastjóri LL. 

Nánari upplýsingar um Fjármálavit á vefsíðu Fjármálavits
Einnig á Facebókarsíðu Fjármálavits

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?