Landssamtök lífeyrissjóða

Landssamtök lífeyrissjóða

Landssamtök lífeyrissjóða eru heildarsamtök lífeyrissjóða sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða starfa samkvæmt sérlögum um lífeyrissjóði. Landssamtökin hafa innan vébanda sinna 25 lífeyrissjóði sem í voru um 203 þúsund greiðandi sjóðfélagar í lok árs 2015. Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samtökunum.

Landssamtök lífeyrissjóða standa að þessum vef Lífeyrismál.is.

Lífeyrismál.is er upplýsingavefur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða sem hefur það hlutverk að fræða almenning um lífeyrismál og greiða götu þeirra í lífeyriskerfinu.

Á Lífeyrismál.is getur þú leitað upplýsinga um lífeyrismál hvort sem er eftir helstu málaflokkum eða upplýsingum sem tengjast ákveðnu aldursskeiði: Lífið er framundan, Starfsævin eða Hugað að starfslokum.