Landssamtök lífeyrissjóða leggja mikla áherslu á fræðslu um lífeyrismál og það gera lífeyrissjóðir einnig.
Markmið samtakanna er að auka fræðslu til almennings um lífeyrismál á næstu misserum og bjóða nú upp á fræðslu undir heitinu Lífeyrisvit fyrir vinnustaði, félagasamtök og aðra áhugasama þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að panta kynningu á Lífeyrisviti hér.
Lífeyrisvit er almenn fræðsla um lífeyrismál þar sem lögð er áhersla á að einstaklingar kynni sér réttindi sín hjá lífeyrissjóðum, átti sig á hvernig kerfið virkar og leiti sér ráðgjafar eftir þörfum.
Þá eru samtökin aðilar að Fjármálaviti, sem er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla landsins. Verkefnið er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða, og þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Öllum grunnskólum er boðin heimsókn á hverju skólaári og eru heimsóknir í boði yfir veturinn. Sjá nánar á vef Fjármálavits.
Samtökin eru einnig í samstarfi við ASÍ um fræðslu í framhaldsskólum. Þar er myndbandi landssamtakanna „Lífeyrisjóðakerfið á 90 sek“ tvinnað inn í fræðslu ASÍ um ýmis mál sem tengjast réttindum og skyldum á vinnumarkaði, lestri launaseðla o.fl. Myndbandið er einnig til á ensku og pólsku.
Landssamtökin eru virk á samfélagsmiðlum, þá aðallega Facebook og Instagram, undir Lífeyrismál.is.
Á Youtuberás samtakanna er að finna fjölda myndbanda um lífeyrissjóðakerfið. Nánar um hægt að lesa um efni og tilurð myndbandanna undir Fræðslumyndbönd hér hægra megin á síðunni.
Þessi myndbönd eru:
Hvernig virkar lífeyrissjóðakerfið?
Hver er munurinn á sjóðsöfnun og gegnumstreymi?
Lífeyrissjóðakerfið á 90 sek (einnig á ensku síðunni og pólsku síðunni)
Af hverju þarf ég að greiða í lífeyrissjóð? (einnig ensku síðunni undir „Educational videos“ og pólsku síðunni undir „Filmy edukacyjne“
Hvar finn ég upplýsingar um réttindi mín hjá lífeyrissjóðum? (einnig á ensku síðunni undir „Educational videos“ og pólsku síðunni undir „Filmy edukacyjne“
Hvaða réttindi fæ ég með því að greiða í lífeyrissjóð? (einnig á ensku síðunni undir „Educational videos“ og pólsku síðunni undir „Filmy edukacyjne“
Viðbótarlífeyrissparnaður (einnig á ensku síðunni undir „Educational videos“ og pólsku síðunni undir „Filmy edukacyjne“
Hversu mikið greiða sjálfstætt starfandi í lífeyrissjóð? (einnig á ensku síðunni undir „Educational videos“ og pólsku síðunni undir „Filmy edukacyjne“
Hvernig vel ég mér lífeyrissjóð? (einnig á ensku síðunni undir „Educational videos“ og pólsku síðunni undir „Filmy edukacyjne“
Gói sportrönd ræðir við ungmenni landsins
Gói sportrönd ræðir við sérfræðinga
Öll afnot af myndböndum Landssamtaka lífeyrissjóða eru heimil í fræðsluskyni.
Fáðu fréttabréfið okkar sent beint í innboxið þitt.
Með því að skrá netfangið þitt samþykkir þú skilmála okkar.