Lífeyrisgáttin

Myndband sem útskýrir hvernig Lífeyrisgáttin virkar. 

Í Lífeyrisgáttinni getur þú nálgast öll þau réttindi sem þú hefur unnið þér inn á starfsævinni í samtryggingarsjóði - ekki í séreignarsjóði.

Þannig nálgast þú heildaryfirsýn yfir réttindi þín:

  • Veldu sjóðinn sem þú greiðir í núna eða sjóð sem þú hefur einhvern tímann greitt í
  • Skráðu þig inn á sjóðfélagavef þess sjóðs með rafrænum skilríkjum
  • Þegar þú hefur skráð þig inn sérðu réttindi hjá þeim sjóði
  • Þú hakar við að þú viljir sækja réttindi hjá öðrum sjóðum - aðgangur að Lífeyrisgáttinni 
  • Þeir sem búa erlendis og eru ekki með íslensk rafræn skilríki geta hjá sumum sjóðum skráð sig inn á sjóðfélagavef með Íslykli sem hægt er að panta hjá Þjóðskrá www.skra.is og fá sent í bréfapósti á lögheimili erlendis. Nánari upplýsingar um Íslykil má finna hér 

Hér fyrir neðan er listi yfir alla lífeyrissjóðina