Hugað að starfslokum

Heildarréttindi mín í Lífeyrisgáttinni

Flest ef ekki öll höfum við greitt í marga lífeyrissjóði yfir starfsævina. Í Lífeyrisgáttinni getur þú séð öll þau réttindi sem þú hefur unnið þér inn á starfsævinni, sama í hvaða sjóð þú greiddir.

Kíktu á Lífeyrisgáttina

Skipting ellilífeyris

Sjóðfélagi og maki geta gert samning um skiptingu ellilífeyrisréttinda. Samninga um þegar áunnin réttindi þarf að gera fyrir 65 ára aldur, þess sem eldri er. 
Við ráðleggjum þér að hafa samband við ráðgjafa hjá lífeyrissjóðnum þínum til að meta hvort slíkur samningur henti ykkur.

Nánar um skiptingu ellilífeyris

Að sækja um ellilífeyri

Það er nokkuð breytilegt eftir sjóðum hvenær hægt er að hefja töku ellilífeyris en almenna reglan er að það sé á aldrinum 62 til 70 ára. Ef töku lífeyris er flýtt þá lækkar fjárhæð mánaðarlegs ellilífeyris  og eins ef töku er frestað þá hækkar fjárhæðin.

Ellilífeyrir er greiddur út mánaðarlega með jöfnum greiðslum til æviloka. Ráðgjafar í lífeyrissjóðnum þínum eru þér til aðstoðar.

Nánar um ellilífeyri

Almannatryggingar

Eftirlaun samanstanda af ellilífeyri almannatrygginga, ellilífeyri lífeyrissjóða, viðbótarlífeyrissparnaði og öðrum sparnaði.

Greiðslur úr lífeyrissjóði geta skert greiðslur almannatrygginga, því er mikilvægt að umsækjendur um ellilífeyri leiti ráðgjafar hjá Tryggingastofnun ríkisins

Við andlát

Við andlát sjóðfélaga greiðist lífeyrir til maka og barna (maka- og barnalífeyrir). 

Iðgjöld sem greidd eru í samtryggingarlífeyrissjóð veita lífeyrisréttindi sem erfast ekki. Hér er um að ræða samtryggingarkerfi þar sem sjóðfélagar sameinast um að tryggja hver öðrum ellilífeyri til æviloka og verja sjóðfélagana og fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi vegna örorku eða andláts.

Viðbótarlífeyrissparnaður greiðist hins vegar til maka og barna þar sem hann er séreign sjóðfélagans. Við andlát rennur eignin til erfingja og skiptist milli þeirra eftir ákveðnum reglum.

Nánar um Við andlát