Landssamtök lífeyrissjóða

Landssamtök lífeyrissjóða

Landssamtök lífeyrissjóða eru heildarsamtök lífeyrissjóða sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða starfa samkvæmt sérlögum um lífeyrissjóði. Landssamtökin hafa innan vébanda sinna 21 lífeyrissjóði.  Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samtökunum.

Landssamtök lífeyrissjóða standa að þessum vef Lífeyrismál.is.

Lífeyrismál.is er upplýsingavefur á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða sem hefur það hlutverk að fræða almenning um lífeyrismál og greiða götu þeirra í lífeyriskerfinu.

Á Lífeyrismál.is getur þú leitað upplýsinga um lífeyrismál hvort sem er eftir helstu málaflokkum eða upplýsingum sem tengjast ákveðnu aldursskeiði: Lífið er framundan, Starfsævin eða Hugað að starfslokum.

Einnig bjóða samtökin upp á fræðslu á vinnustöðum um lífeyrissjóðakerfið á Íslandi sem hægt er að panta hér