Fjármálavit

Hvað er Fjármálavit?

Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla. Verkefnið er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og Landssamtaka lífeyrissjóða (LL), þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Öllum grunnskólum er boðin heimsókn á hverju skólaári og eru heimsóknir í boði yfir veturinn. Lögð er áhersla á að ekki sé um neina kynningarstarfsemi fyrirtækja að ræða. 

Tilgangurinn er:

  • að nýta samtakamátt fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi og minna á samfélagslegt hlutverk þeirra í að stuðla að góðu fjármálalæsi.
  • Veita kennurum innblástur í kennslu um fjármál með kennsluefni.
  • Eiga þátt í að auka fjármálalæsi ungs fólks og gera það getur í stakk búið til að taka ákvarðanir í framtíðinni um fjármál.
  • Gera starfsfólki fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða kleift að vinna saman að verkefni sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið.

 

 Frá undirritun samstarfssamnings. Frá vinstri Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL og Rakel F. Björnsdóttir, verkefnastjóri LL.

 Frá undirritun samstarfssamnings. Frá vinstri Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits, Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL og Rakel F. Björnsdóttir, verkefnastjóri LL.