Ávöxtun samtryggingar

Hvað er samtrygging?

Samtrygging greiðir ævilangan lífeyri og jafnframt áfallalífeyri við örorku eða andlát. Sjá nánar

Hvers vegna er ávöxtun mismunandi leiða ólík?

Ávöxtun er ólík eftir áhættuflokkun og er það jafnan svo að sjóðir með eldri sjóðfélagahópa fjárfesta meira í áhættuminni eignum sem skila jafnari en lægri ávöxtun.

Hvað ber að hafa í huga við samanburð samtryggingarleiða?

Hér er hægt að sjá upplýsingar um raunávöxtun, grófa eignasamsetningu, einkenni og uppgjörsaðferðir samtryggingardeilda lífeyrissjóða. Ávöxtun 5 ára frá ársbyrjun 2017 til ársloka 2021. Ávöxtun 10 ára frá ársbyrjun 2012 til ársloka 2021.
Vakin er athygli á að ávöxtunartölur sjóðanna eru ekki að fullu samanburðarhæfar því uppgjörsaðferð þeirra er í mörgum tilvikum mismunandi.  Uppgjörsreglur eru mismunandi þegar kemur að skuldabréfum og geta þær haft mikil áhrif á reiknaða ávöxtun en þessi munur jafnast alveg út ef skuldabréfum er haldið til lokagjalddaga. Skýringar á uppgjörsaðferðum sjóða og sjóðdeilda koma fram í töflunni.

Við mat á þessum upplýsingum er bent á eftirfarandi:

  • Aðildarreglur sjóðfélaga eru mismunandi. Algengast er að kjarasamningar á vinnumarkaði afmarki í hvaða lífeyrissjóð starfsmönnum ber að greiða iðgjöld, en sumir geta átt val um í hvaða lífeyrissjóð er greitt. Margir sjóðir eru opnir þeim sem hafa slíkt val. Síðan eru aðrir sjóðir sem eru með sértæk inngönguskilyrði, s.s. einungis opnir starfsmönnum í tilteknum starfsgreinum, hjá tilteknum launagreiðendum eða með grunnmenntun úr háskóla. Flokkun eftir aðildarreglum kemur fram í töflunni og skýringar eru neðar á síðunni.
  • Eignasamsetning og ávöxtunarmarkmið taka mið af ýmsum þáttum s.s. samsetningu og aldursdreifingu sjóðfélagahópsins. Sumar deildir hafa verið lokaðar nýjum sjóðfélögum allt frá árinu 1997 og eru því með eldri hóp sjóðfélaga. Þegar útgreiðslur lífeyris aukast er venjulega leitast við að draga úr áhættu eignasafns. Í töflunni er sýnd gróf flokkun eignasafns í árslok 2021.
  • Þegar talað er um áhættu í fjárfestingum er vísað til þess að ekki er hægt að gera að fullu ráð fyrir að ávöxtun verði sú sem vænst var. Það sem getur haft áhrif á ávöxtun eru til dæmis sveiflur á verði, vextir, verðbólga, taprekstur eða vanskil. Almennt er álitið að áhætta sé minnst af ríkisskuldabréfum og bankainnstæðum en meiri af öðrum skuldabréfum, hlutabréfum og ýmsum flóknari fjárfestingum. Dreifðar eignir draga að jafnaði úr áhættu.
  • Lífeyrissjóðir ávaxta fé til langs tíma og áhrif af verðsveiflum fara oftast minnkandi með lengra eignarhaldi. Meðalávöxtun yfir 5 eða 10 ár gefur því líklega betri mynd af væntri ávöxtun til framtíðar en ávöxtun síðasta árs.

Skýringar á skammstöfunum fyrir aðild: O: Opin þeim sem geta valið sjóð; SO: Skylduaðild skv. kjarasamningum, einnig opin öðrum; ST: Starfsgreinin eingöngu; L: Lokaður sjóður; G: Grunnmenntun úr háskóla; STM: Starfsgreinin og makar.

Ávöxtun Aðild Upplýsingar Eignir 2022
Nafn sjóðs 5 ár 10 ár
Almenni lífeyrissjóðurinn 7,7% 6,5% O
Birta lífeyrissjóður 7,4% 6,3% SO
Eftirlaunasjóður FÍA 7,1% 6,3% ST
Festa lífeyrissjóður 7,6% 6,5% SO
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 6,5% 5,3% O
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 6,1% 5,4% O
Gildi-lífeyrissjóður 8,4% 7,1% SO
Íslenski lífeyrissjóðurinn 6,4% 6,1% O
Lífeyrissjóður bænda 8,0% 5,9% O
Lífeyrissjóður Rangæinga 6,2% 5,1% SO
Lsj. starfsm. Akureyrarb. 5,1% 4,7% L
Lsj. starfsm. Búnaðarb. Ísl. 7,0% 5,7% L
Lsj. starfsm. Reykjavíkurb. 4,4% 4,2% L
Lsj. Tannlæknafél. Íslands 6,0% 6,0% STM
Lsj. verzlunarmanna 8,8% 7,6% SO
Lsj. Vestmannaeyja 10,2% 7,5% SO
Lífsverk 6,9% 6,1% G
Stapi lífeyrissjóður 7,6% 5,7% SO
SL lífeyrissjóður 7,9% 6,6% O
Brú lífeyrissjóður A-deild 6,5% 5,5% SO
LSR A-deild 8,1% 7,2% S
Lífeyrissjóður bankamanna Aldursdeild 6,3% 5,5% ST
Brú lífeyrissjóður B-deild 5,3% L
LSR B-deild 9,1% 7,7% L
Lífeyrissjóður bankamanna Hlutfallsdeild 4,0% 4,2% L
Brú lífeyrissjóður V-deild 6,5% 5,5% O