Kerfi sem miðar við aldurstengt réttindakerfi gerir ráð fyrir því að iðgjöld skapi réttindi í samræmi við þann tíma sem þau ávaxtast í sjóðnum. Iðgjald sem greitt er snemma á starfsævinni veitir því meiri rétt en iðgjald sem greitt er seinna.
Með greiðslum í lífeyrissjóð ávinna sjóðfélagar sér réttindi til ellilífeyrisgreiðslna frá viðmiðunaraldri til æviloka, örorku- og barnalífeyri við starfsorkumissi og maka- og barnalífeyri við fráfall. Þau réttindi sem sjóðfélagi hefur áunnið sér með greiðslum eru kölluð áunnin réttindi.
Virkir sjóðfélagar sem verða öryrkjar vegna slyss eða sjúkdóms og verða fyrir sannanlegum tekjumissi eiga rétt á örorkulífeyrisgreiðslum. Fjárhæð örorkulífeyris miðast við þegar áunnin réttindi en auk þess er reiknað hvaða réttindi sjóðfélagi hefði áunnið sér með áframhaldandi greiðslum til starfsloka. Þau réttindi sem bætast við með þeim hætti eru kölluð framreiknuð réttindi. Við fráfall eru makalífeyrisréttindi maka virkra sjóðfélaga framreiknuð með sama hætti.
Heimild er að taka 50% lífeyri frá Tryggingastofnun/TR og 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum frá 65 ára aldri. Heimildin til töku á hálfum lífeyri frá TR er háð því að viðkomandi taki samhliða hálfan lífeyri frá sínum lífeyrissjóðum og sé á vinnumarkaði að hámarki í 50% starfi. Ákveðið frítekjumark gildir fyrir allar tekjur þegar einstaklingur er á hálfum lífeyri - sjá nánar á á heimasíðu TR
Greiðsla sem er innt af hendi endurtekið með reglubundnum hætti. T.d. lífeyrissjóðsiðgjald eða tryggingaiðgjald.
Það iðgjald sem lífeyrissjóður reiknar með að þurfi til að standa undir lágmarkstryggingarvernd.
Kerfi þar sem hver króna sem greidd er í sjóðinn gefur nákvæmlega sömu réttindi til lífeyris, óháð því hver greiðir hana eða hvenær hún er greidd. Þannig veitir iðgjald 25 ára starfsmanns sömu réttindi og iðgjald 65 ára starfsmanns, jafnvel þó iðgjald þess unga muni ávaxtast 40 árum lengur en iðgjald eldri starfsmannsins.
Iðgjald sem nemur a.m.k. 15,5% af heildarlaunum og greitt er í lífeyrissjóð til að tryggja lágmarkstryggingarvernd.
Sjóður sem tekur við iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli til æviloka, örorku eða andláts samkvæmt nánari ákvæðum í I., II. og III. kafla laga nr. 129/1997 og hefur starfsleyfi samkvæmt þeim lögum, starfar samkvæmt staðfestri reglugerð, sbr. lög nr. 55/1980, um starfskjör launþega og skyldutryggingu lífeyrisréttinda eða starfar samkvæmt sérlögum.
Heildarlaun einstaklinga á starfsævi deilt með fjölda tímabila. Lífeyrisgreiðslur eru oft mældar sem hlutfall af meðallaunum eða þeim launum sem einstaklingur var með að meðaltali hvern mánuð eða ár á meðan hann var í starfi.
Iðgjald umfram lágmarksiðgjald. Einstaklingar ráða hvert þeir greiða viðbótariðgjaldið og hvort þeir verja hluta af því til að kaupa viðbótartryggingar.
Sá aldur sem ellilífeyrisréttindi hjá lífeyrissjóði miðast við, oftast 67 ára aldur. Það þýðir að sjóðfélagar ávinna sér rétt á ellífeyrisgreiðslum frá viðmiðunaraldri en síðan geta þeir flýtt eða seinkað töku lífeyris frá viðmiðunaraldri samkvæmt sérstökum heimildarákvæðum í samþykktum lífeyrissjóðs.