Gói ræðir við sérfræðinga

Myndband 1 af 4 - sjá neðar

Gói sportrönd gengur beint í gin ljónsins

Eftir að hafa rætt við ungmenni landsins til að kanna hvað þau vita um lífeyrismál ákvað Gói sportrönd að ganga beint í gin ljónsins og hitti sérfræðinga hjá lífeyrissjóðunum til að forvitnast um hvað lífeyrissjóðir gera fyrir unga sem aldna þjóðfélagsþegna

Gói spurði Jón L. Árnason, framkvæmdastjóra Lífsverks, um hlutverk lífeyrissjóða og vildi fá sérstakar skýringar á ellilífeyri. 

Síðan ræddi hann við Snædísi Flosadóttur, framkvæmdastjóra EFÍA og LSBÍ, um viðbótarlífeyrissparnað og íbúðarkaup. Gói greip til áhugaverðrar myndlíkingar til að útskýra hvað eru mánaðarlaun og hvað er viðbótarlífeyrissparnaður. Sjón er sögu ríkari!

Að lokum hitti Gói Írisi Örnu Skúladóttur, lánastjóra hjá Birtu lífeyrissjóði, og spjallaði við hana um viðbótarlífeyrissparnað og hvernig hann virkar.