Landssamtök lífeyrissjóða vilja auka fræðslu til almennings um lífeyrismál og bjóða því upp á fræðslu undir heitinu Lífeyrisvit fyrir vinnustaði, félagasamtök og aðra áhugasama hópa þeim að kostnaðarlausu. Miðað er við 10 manns eða fleiri á hverri kynningu.
Markmiðið með aukinni fræðslu er að stuðla að almennri þekkingu um lífeyrismál og hvetja fólk til þess að kynna sér réttindi hjá sínum lífeyrissjóði/lífeyrissjóðum og leita sér ráðgjafar eftir þörfum.
Sameiginlegar kynningar fyrir einstaklinga og vinnustaði með færri en 10 manns
Reglulega eru haldnar sameiginlegar kynningar fyrir einstaklinga og vinnustaði þar sem eru færri en 10 manns. Þær kynningar eru auglýstar sérstaklega.