Fræðslumál

Fræðsla fyrir vinnustaði, félagasamtök og hópa

  • Landssamtök lífeyrissjóða vilja auka fræðslu til almennings um lífeyrismál og bjóða því upp á fræðslu undir heitinu Lífeyrisvit fyrir vinnustaði, félagasamtök og aðra áhugasama hópa þeim að kostnaðarlausu. Miðað er við 10 manns eða fleiri á hverri kynningu. 
  • Markmiðið með aukinni fræðslu er að stuðla að almennri þekkingu um lífeyrismál og hvetja fólk til þess að kynna sér réttindi hjá sínum lífeyrissjóði/lífeyrissjóðum og leita sér ráðgjafar eftir þörfum.

Sameiginlegar kynningar fyrir einstaklinga og vinnustaði með færri en 10 manns 

  • Reglulega eru haldnar sameiginlegar kynningar fyrir einstaklinga og vinnustaði þar sem eru færri en 10 manns.  Þær kynningar eru auglýstar sérstaklega.

Panta kynningu

Þessum spurningum er m.a. svarað?

  • Hvaða réttindi eru hjá lífeyrissjóðum?
  • Hvar nálgast ég upplýsingar um áunnin réttindi hjá lífeyrissjóðum?
  • Hvernig virkar kerfið?

Lífeyrismál.is