Lífeyrissjóðir í 50 ár - viðtalsþáttur á Hringbraut

Viðtalsþátturinn, Lífeyrissjóðir í 50 ár, samvinnuverkefni Landssamtaka lífeyrissjóða og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar var frumsýndur að kveldi fullveldisdagsins 1. desember 2019.

Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnaði þættinum og skrifaði handrit í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða. Tekin voru upp og sett saman viðtöl við átján manns innan lífeyrissjóðakerfisins og utan þess og fjallað um söguna og margvísleg viðfangsefni sem tengjast lífeyrissjóðum og samfélaginu í nútíð og framtíð. 

Viðtalsþátturinn er 55 mínútur að lengd og hefur verið sýndur nokkrum sinnum á Hringbraut og verður sýndur líka á stöðinni í janúar 2020. Farið er yfir vítt svið og tæpt á mörgu sem ber á góma í þjóðmálaumræðunni og öðru sem ætti að vera þar til umræðu!