Lífeyrissjóðirnir greiða ellilífeyri til æviloka. Ellilífeyrir er greiddur úr samtryggingarsjóði annars vegar og séreignarsjóði hins vegar. Fjárhæð ellilífeyris ræðst af þeim iðgjöldum sem sjóðfélagi greiðir í sjóðinn á starfsævinni og af afkomu sjóðsins.
Ellilífeyrir úr samtryggingarsjóði er borgaður út mánaðarlega með jöfnum greiðslum.
“Já, það er heimilt að skipta ellilífeyrisréttindum með maka sínum. Skiptingin á þá að vera gagnkvæm. Það þýðir að hjón eða sambúðarfólk skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna.
Heimildin nær til allt að helmings lífeyrisréttindanna. Skipting lífeyrisréttinda milli hjóna nær þó aðeins til þeirra réttinda sem hafa áunnist á meðan hjúskapur eða sambúð hefur staðið.
Hægt er að skipta lífeyrisréttindunum með ýmsum hætti:
Mikilvægt er að leita til ráðgjafa hjá lífeyrissjóðnum þínum áður en ellilífeyri er skipt þannig að ávinningur af skiptingunni sé ljós fyrirfram.”
Réttindi þín í lífeyrissjóðum miðast við greidd iðgjöld á starfsævinni.
Almannatryggingakerfinu er ætlað að tryggja ákveðinn lágmarkslífeyri.
Öllum á vinnumarkaði er skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði. Starfsfólk greiðir hundraðshluta af launum sínum og launagreiðendur greiða mótframlag.
Ef einstaklingur hefur ekki verið á vinnumarkaði og þar af leiðandi greitt mjög lítið eða ekki neitt í lífeyrissjóð, hleypur almannatryggingakerfið undir bagga.
Nánari upplýsingar um almannatryggingar má finna á vef Tryggingastofnunar ríkisins.
Það er nokkuð breytilegt eftir sjóðum en almenna reglan er að hægt sé að hefja töku lífeyris á aldrinum 62 til 70 ára. Í sumum tilvikum er heimilt að hefja töku enn fyrr eða við 60 ára aldur. Lífeyrir er greiddur út mánaðarlega með jöfnum greiðslum til æviloka. Lífeyristökualdur er ekki sá sami hjá öllum lífeyrissjóðum en flestir miða við 67 ár.
Hægt er að flýta eða fresta töku lífeyris, oftast frá 62 ára aldri en nokkuð misjafnt er hvað unnt er að festa töku lengi. Mánaðarlegar greiðslur lækka eða hækka í samræmi við flýtingu eða frestun á töku lífeyris. Ef sjóðfélagi flýtir töku lífeyris fær hann lægri greiðslur á mánuði, en í lengri tíma og ef hann seinkar töku lífeyris fær hann hærri greiðslur mánaðarlega í skemmri tíma.
Það ræðst af því hvað sjóðfélaginn lifir lengi hvort hann hagnast eða tapar á þeirri ákvörðun sinni að taka lífeyrinn fyrr eða seinna.
Já, það þarf að sækja um lífeyri hjá lífeyrissjóðunum. Ef sjóðfélagi á rétt á lífeyri er nægjanlegt að sækja um lífeyri til þess sjóðs sem greitt var til síðast eða hjá þeim sjóði, sem sjóðfélaginn á mest réttindi hjá. Sjóðurinn sendir umsóknina áfram til annarra sjóða sé þess óskað.
Greiðslur frá lífeyrissjóðum geta haft áhrif á réttindi almannatrygginga. Samspil almannatryggingakerfisins og lífeyrissjóðanna getur verið talsvert flókið, þar sem lífeyrisgreiðslur og fjármagnstekjur geta skert greiðslur almannatrygginga.
Nánari upplýsingar um réttindi almannatryggingakerfisins má finna á vef Tryggingastofnunar ríkisins.
Já, það er hægt skipta ellilífeyrisréttindum en skipting tekur ekki til örorku- maka- og barnalífeyris. Skipting ellilífeyrisréttinda tekur til þeirra sem eru eða hafa verið í hjúskap eða óvígðri sambúð. Skipting ellilífeyrisréttinda skal fela í sér gagnkvæma skiptingu sem skal vera jöfn, þ.e.a.s. hvort hjóna eða sambúðarfólks skal veita hinu sama hlutfall réttinda sinna. Þess vegna þurfa báðir aðilar að skipta ellilífeyrisréttindum sínum.
Heimilt er að framselja allt að helmingi ellilífeyrisréttinda.
Nei. Greiðslur sem þú færð frá lífeyrissjóðum og hafa áunnist með iðgjaldagreiðslum lækka ekki þótt þú hafir aðrar tekjur við starfslok, t.d. launa-, fjármagns- eða leigutekjur.
Hins vegar eru greiðslur ellilífeyris úr almannatryggingakerfinu háðar öðrum tekjum s.s. greiðslum frá lífeyrissjóðum. Þannig getur ellilífeyrir lífeyrissjóða lækkað greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.
Nei, ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum er óháður öllum tekjum og tekur aðeins mið af greiddum iðgjöldum sjóðfélaga í lífeyrissjóði.