Erlend líkön fyrir dánartíðni

Uppbygging og þróun líkana fyrir dánartíðni í Belgíu og Hollandi

Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga í samvinnu við Háskólann í Reyjavík standa fyrir opnum fundi í  HR þriðjudaginn 7.mars,  kl. 8:30.

Upplýsingar og skráning á fundinn

Eftirfarandi sérfræðingar verða með erindi á fundinum:

  • Dr. Katrien Antonio prófessor í tryggingastærðfræði við KU Levuen í Belgíu og Háskólans í Amsterdam.
  • Wilberg Ouburg Chief Risk Officier (CRO) hjá Nationale Nederlanden Life & Pension.
  • Dr. Michel Vellekoop prófessor í trygginga- og fjármálastærðfræði við Háskólann í Amsterdam.

Fjallað verður um uppbyggingu og þróun líkana fyrir dánartíðni í Belgíu og Holland, en það er mikilvægur liður í því að meta skuldbindingar líftryggingafélaga og lífeyrissjóða. 

Einnig verður fjallað um áhrif hækkandi lífaldurs og hvaða aðferðum hollensk vátryggingafélög beita til að meta áhættu tengda því.

Fundurinn er opinn öllum sem láta sig varða lífeyrissjóðsmál, lífslíkur og annað tengt langlífi þjóða.

Námskeið 7. og 8. mars

Vekjum jafnframt athygli á námskeiði sem Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga standa fyrir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík 7. og 8. mars.

Nánar um námskeiðið.