Heimildarmyndin „Your 100 Year Life" frumsýnd

Heimildarmyndin „Your 100 Year Life

Your 100 Year Life - frumsýning í Iðnó 14. mars kl. 15:30 - 17:30

Við bjóðum alla velkomna á sérstaka sýningu nýrrar heimildarmyndar sem fjallar um hækkandi lífaldur og áskoranir tengdar því. Myndin heitir Your 100 Year Life nánari upplýsingar má finna hér.

Landssamtök lífeyrissjóða ásamt Cardano standa fyrir sýningu myndarinnar. Þetta er kjörið tækifæri til að fá innsýn í þennan málaflokk og þær áskoranir sem þjóðir heims standa frammi fyrir.

Pallborð eftir sýningu

Eftir sýningu myndarinnar verður pallborð þar sem aðilar með víðtæka reynslu skiptast á skoðunum og koma með sína sýn á framtíðina.

Stefan Lundbergh stýrir umræðum í pallborði þar sem verða:

  • Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
  • Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands.
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, fyrrverandi alþingismaður og fyrrum borgarstjóri í Reykjavík. Einnig fyrrum forstjóri ÖSE í Varsjá í Póllandi.

Skráning hér