Réttarumhverfi grænna skuldabréfa

Græn skuldabréf í samspili sjálfbærra fjármála og hefðbundinna skuldabréfamarkaða
-lífeyrissjóðir sem hreyfiafl

Hádegisfræðsla 15. sept. kl. 12.00 í Guðrúnartúni 1, 4. hæð.  Guðrún Gígja Sigurðardóttir lögfræðingur hjá Fossum fjárfestingarbanka fjallar um gildandi réttarumhverfi grænna skuldabréfa og fyrirhugaðar breytingar á löggjöf frá ESB.

Lífeyrissjóðir eru stærstu fjárfestar grænna skuldabréfa á Íslandi og hefur sérstaða þeirra sett ríkan svip á grænan skuldabréfamarkað. Einblínt verður á stöðu lífeyrissjóða við sjálfbærar fjárfestingar í óskýru lagaumhverfi við grænar útgáfur.

Hröð þróun grænna skuldabréf 

Græn skuldabréf hafa rutt sér til rúms sem mikilvægur liður í sjálfbærum fjármálum, en þau fela í sér að útgefandi undirgengst að ráðstafa söluandvirði skuldabréfs til fjármögnunar umhverfistengdra verkefna. Í hraðri þróun grænna skuldabréfa hafa markaðsaðilar þurft að semja sínar eigin leikreglur sem hafa ekki lagagildi og skortir formlegt eftirlit. Á sama tíma eru skuldabréf hefðbundnir fjármálagerningar og við útgáfu þeirra ríkir lagaumgjörð fjármálamarkaða.

Boðið verður upp á hressingu á fundinum.

Skráning hér