Íslenska lífeyriskerfið - grunnstoðir

Íslenska lífeyriskerfið - grunnstoðir

Hádegisfræðsla miðvikudaginn 13. des. kl. 12.00

- kynningin er ætluð þeim  sem hafa nýlega hafið störf hjá lífeyrissjóðum og vilja fræðast um lífeyriskerfið á Íslandi 

Í kynningunni fer Sólveig Hjaltadóttir verkefnastjóri hjá LL yfir sögumola um íslenska lífeyrissjóðakerfið, útskýrir grunnstoðirnar í kerfinu og gefur innsýn í réttindi almannatrygginga.  Áður en Sólveig hóf störf hjá LL starfaði hún um árabil hjá TR, hún þekkir því lífeyriskerfið vel og samspil greiðslna frá lífeyrissjóðum við almannatryggingar.  

Í kynningunni er m.a. farið yfir:

  • Uppsetning íslenska lífeyriskerfisins og grunnhugmyndafræði sem Alþjóðabankinn lagði til árið 1994. 
  • Þróun lífeyrissjóðakerfisins frá 1969 þegar samið var um það í allsherjar kjarasamningum á vinnumarkaði að setja upp atvinnutengda lífeyrissjóði með skylduaðild.
  • Helstu fjárhæðir réttinda hjá TR og hvernig tekjutengingar virka. 

Skráning 13. des. kl. 12.00