Hádegisfræðsla um lífslíkutöflur

Við lifum lengur og betur 

Nú lifum við lengur og betur og breytingar á lífslíkutöflum eru í farvatninu.  LL setti á laggirnar hóp með aðilum frá fræðslu- og samskiptanefnd til þess að kynna fyrir almenningi væntanlegar breytingar. Snædís Ögn Flosadóttir hefur leitt vinnu hópsins og kynnti fyrir stjórn LL tillögur á fundi fyrr í haust þar sem m.a. var lagt til að hafa sérstaka fræðslu fyrir starfsmenn lífeyrissjóða. Stjórn ákvað að hrinda þeirri fræðslu af stað þrátt fyrir að tímasetning innleiðingar liggi ekki fyrir. 

Hádegisfræðsla - skráning nauðsynleg

Í nóvember verður hádegisfræðsla í samstarfi við Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðing. 

Markmiðið með fræðslufundunum er að búa starfsmenn undir þá umræðu sem verður þegar nýjar lífslíkutöflur verða uppfærðar og innleiddar. 

Athugið að hádegisfræðslunni 24. nóvember verður streymt. 

Tímasetningar fyrir hádegisfræðslu sem verður í Guðrúnartúni 1, 4. hæð.  

Mánudagur 15. nóv. kl. 12.00 – 13.00        Smelltu hér fyrir skráningarform

Mánudagur 22. nóv. kl. 12.00 – 13.00       Smelltu hér fyrir skráningarform

Miðvikudagur 24. nóv. kl. 12.00 – 13.00   Smelltu hér fyrir skráningarform

Boðið verður upp á hressingu - hlökkum til að sjá sem flesta!