Hvað gerir samskiptanefnd?

Hvað gerir samskiptanefnd?

Kynning á störfum samskiptanefndar, fimmtudaginn 8. maí kl. 12.15. Eingöngu fjarfundur.

Formenn fastanefnda LL hafa staðið að kynningum á störfum nefndanna í hádegisfræðslu í vetur og er nú komið að síðustu kynningunni á starfsárinu. Næsta fimmtudag þann 8. maí mun Jón Ólafur Halldórsson formaður stjórnar og samskiptanefndar LL halda kynningu á störfum nefndarinnar.

Fastanefndir mikilvægar 

Almenn ánægja hefur verið með kynningar fastanefnda sem fram hafa farið í vetur, en nefndirnar eru fimm talsins; áhættunefnd, nefnd um fjárfestingarumhverfi, réttindanefnd, fræðslunefnd og samskiptanefnd. Fastanefndir LL gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi samtakanna, þar taka þátt sérfræðingar frá mörgum lífeyrissjóðum sem leggja sitt að mörkum í ýmsum málefnum sem snúa að starfsemi lífeyrissjóða. 

Skráning á fjarfundinn