Kynning á skýrslu um lagaumhverfi séreignarsparnaðar

Hádegisfræðsla 16. febrúar kl. 12.00 í Guðrúnartúni 1, 4. hæð, skýrsla um lagaumhverfi séreignarlífeyrissparnaðar.

Hópur innan réttindanefndar LL hefur undanfarin misseri unnið að því að ná utan um og skýra núverandi lagaumhverfi um séreignarlífeyrissparnað.

Afrakstur þeirrar vinnu er ítarleg og greinargóð skýrsla sem þeir Helgi Pétur Magnússon og Hrannar Bragi Eyjólfsson lögfræðingar hjá Almenna lífeyrissjóðnum hafa tekið saman.   

Breytingar á löggjöf og sagan 

Skýrslan var kynnt fyrir réttindanefnd í lok síðasta árs en nú gefst starfsmönnum lífeyrissjóða tækifæri á að hlýða á kynningu þeirra Helga og Hrannars. 

Í skýrslunni er m.a. komið inn á sögu séreignarlífeyrissparnaðar og breytingar sem hafa orðið á löggjöfinni. Einnig eru settar fram nokkrar hugleiðingar um álitaefni sem upp hafa komið m.a um hvernig fara skuli með séreignarlífeyrissparnað í tengslum við hjúskaparslit og erfðamál. 

Nauðsynlegt er að skrá sig.

Hádegishressing fyrir þá sem mæta á staðinn. 

Skráning í hádegisfræðslu