Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði

Lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði

Hádegisfræðsla 2. maí kl. 12.15

Í vetur hefur fræðslunefnd LL skipulagt fræðslu um mismunandi uppbyggingu lífeyrissjóða sem mikil ánægja hefur verið með. Nú þegar hefur verið fræðsla um opinbera sjóði og blandaða sjóði.  Við ljúkum þessari vegferð í vetur með því að bjóða upp á fræðslu um sjóði á almennum vinnumarkaði. 

Réttindakerfi almennra sjóða og fleiri atriði 

Aðalbjörn Sigurðsson, forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði, fer yfir starfsemi og skipulag almennra lífeyrissjóða.  Sjóðirnir eru skylduaðildarsjóðir með aðkomu stéttarfélaga og launagreiðenda. Farið verður yfir hverjir eiga aðild að hverjum sjóði, skipulag aðalfunda og skipan stjórna.  Einnig verður farið yfir réttindakerfi sjóðanna, mun á aldurstengdri og almennri ávinnslu, tilgreinda séreign og fleiri þætti.

Þeir sem skrá sig fá sent teams fundarboð nokkrum dögum fyrir fræðslufundinn.