Mánaðarpóstur, apríl 2013

Fréttir

Ráðstefnan Lífeyrissjóðirnir - okkar eign og áhætta

verður haldin 18. apríl 2013 kl. 13.00 - 16.30 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er samstarfsverkefni nokkurra aðila þar á meðal LL. Hún er haldin á vegum Rannsóknarseturs HR í áhættustjórnun. Áhættustjórnun er eitt umtalaðasta fræðasvið samtímans. Viðvangsefni áhættustjórnunar felst í að greina fyrirfram hvað kann að fara úrskeiðis, meta hættuna til tölulegra stærða og taka til viðeigandi varna eftir atvikum. Lífeyriskerfi Íslendinga hefur lengi verið talið til fyrirmyndar en hefur samt ekki verið ónæmt fyrir áhættu og óvissu. Þá steðja margvíslegar hættur að kerfinu í okkar næstu framtíð. Skráning á ráðstefnuna verður á www.hr.is  undir viðburðir Sjá nánar 

Öll frumvörp bíða

Við þinglok nú fyrir páska varð ljóst að ekkert þeirra frumvarpa sem varða starfsemi lífeyrissjóðanna og lögð voru fram í vetur fengu afgreiðslu. Þar má sem dæmi nefna frumvarp er varðar breytingu á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða og frumvarp sem gengur út á að skilyrða greiðslu örorkulífeyris við þátttöku í starfsendurhæfingu.  Málin bíða því nýs þings.

Af vettvangi LL

Viðtal við Hrafn Magnússon af ÍNN

Ingvi Hrafn ræddi við Hrafn Magnússon fyrrverandi framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða um tilurð og þróun lífeyrisjóðakerfisins. Þeir fjölluðu um atburði síðustu ára og aðkomu lífeyrissjóða að endureisn efnahagslífsins eftir 2008 sem og um stöðu og framtíð lífeyriskerfisins. Viðtalið er undir Hrafnaþing     Sjá nánar

Á döfinni

Ársfundur VIRK starfsendur- hæfingarsjóðs

11. apríl  kl. 08.00. - 12.00
á Grand hótel  Sjá nánar

Að meta getu til starfa - hvað skiptir máli?

Ráðstefna um starfsendurhæfingu og vinnugetu á vegum VIRK 11. apríl kl 13.00 - 16.00 á Grand hótel   Sjá nánar 

Lífeyrissjóðirnir.  Okkar eign og áhætta

18. apríl kl 13.00 - 16.30 
Sjá nánar 

Ársfundur Landssamtaka lífeyrissjóða

Verður haldinn 28. maí n.k.

Greinar um lífeyrismál

Verjum sparnað landsmanna

Grein eftir Hrafn Magnússon í MBL 11. mars
Sjá nánar