Mánaðarpóstur LL desember 2016

Nýr mánaðarpóstur LL hefur nú litið dagsins ljós. Þar er meðal annars sagt frá kostum lífeyrissjóða þegar kemur að húsnæðissparnaði, Birtu lífeyrissjóði óskað velfarnaðar og sagt frá tveimur kynningarfundum sem LL standa að. Annar er reyndar að baki en það var kynningarfundur um breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða en framundan er fundur í samstarfi LL og Tryggingastofnunar ríkisins um breytingar á lögum um almannatryggingar. Fundurinn er ætlaður stjórnarmönnum lífeyrissjóða og starfsmönnum, einkum þeim sem koma að afgreiðslu lífeyris. Þátttaka tilkynnist á radstefna@ll.is.

Smelltu hér til að skoða.

L2016