Mánaðarpóstur, nóvember 2013

Fréttir

Lífeyrisgáttin

Á fagnaðarfundi LL sem haldinn var 29. október s.l. var Lífeyrisgáttin opnuð formlega. Þess er vænst að tilkoma gáttarinnar og þar með bætt aðgengi sjóðfélaga að heildarsýn á lífeyrisréttindi auki áhuga almennings á að skoða réttindi sín og sjá hvernig þau byggjast upp. Umsagnir frá starfsfólki lífeyrissjóðanna benda til þess að gáttinni sé vel tekið og hefur vefurinn www.lifeyrisgattin.is verið vel sóttur frá því hann var opnaður.

Endurgerður fræðsluvefur LL

Fræðsluvefurinn  Gott að vita hefur verið endurgerður og fengið andlitslyftingu. Sjá www.gottadvita.is

Ný heimasíða LL

Samhliða uppfærslu á fræðsluvefnum Gott að vita hefur ný heimasíða landssamtakanna verið virkjuð. Anok margmiðlun hefur séð um framkvæmd verksins. Sjá www.ll.is

Af vettvangi LL

Tryggingastærðfræðingar flytja fréttir af framtíðinni

Félag tryggingastærðfræðinga hélt opinn fund 13. nóvember. Þar hélt Karel van Hulle fyrirlestur um efnið Pensions, A Regulatory Challenge og Sigurður Freyr Jónatansson fjallaði um áskoranir við innleiðingu Solvency II á Íslandi.

Hádegisspjall með sjóðsstjórum

Stjórn LL bauð forstöðumönnum eignastýringar og sjóðsstjórum lífeyrissjóða til fundar 12. nóvember. Þar voru kynnt helstu viðfangsefni LL og skiptst á skoðunum.

Kynning á doktorsritgerð um íslenska lífeyriskerfið

Góð mæting var á kynningu sem Landssamtök lífeyrissjóða boðuðu til á doktorsritgerð um íslenska lífeyrissjóðakerfið 7. nóvember sl. Höfundurinn, dr. Ólafur Ísleifsson kynnti þar helstu niðurstöður sínar og svaraði spurningum gesta. Sjá nánar 

Á döfinni

Lífeyrissjóðir og íslenskt atvinnulíf

Morgunverðarfundur um stöðu lífeyrissjóða í íslensku atvinnulífi, hluthafastefnu þeirra og mikilvægi góðra stjórnarhátta og virkrar samkeppni. 15. nóvember á hótel Natura.
Sjá nánar 

Fundur vegna neytendalána

LL boða til fundar um efni og framkvæmd laga nr. 33/2013 um neytendalán þann 21. nóvember nk.
Málefnið varðar einkum þá lífeyrissjóði sem veita sjóðfélagalán.

Greinar um lífeyrismál

Lífeyrisgáttin sparar sporin

Grein Gunnars Baldvinssonar birt í Mbl. 6. nóvember.

Sjá nánar

Við ráðum ferðinni

Grein Gunnars Baldvinssonar birt í Mbl. 12. nóvember.

Sjá nánar