Mánaðarpóstur nóvember 2014

Fréttir

Vefflugan

LL gaf nýlega í annað sinn út Veffluguna, sem er rafrænt fréttabréf um lífeyrismál. Hægt er að gerast áskrifandi með því að skrá netfang. Meðal efnis að þessu sinni er viðtal við Árna Guðmundsson, framkvæmdastjóra Gildis og Matthildi Hermannsdóttur, framkvæmdastjóra Greiðslustofu lífeyrissjóða.

Nýr starfsmaður LL

Bryndís Ásbjarnardóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur LL og tekur til starfa við upphaf næsta árs. Bryndís er hagfræðingur að mennt og hefur m.a. verið starfsmaður Seðlabanka Íslands í um áratug. Hún hefur jafnframt kennt hagfræði og fjármál við Háskólann í Reykjavík og Opna háskólann. Við bjóðum Bryndísi velkomna til starfa og bindum miklar vonir við að hún muni leggja okkur enn frekara lið við að efla og styrkja lífeyrissjóðakerfið.

Hádegisfræðsluröð – Óskum eftir tillögum

Fræðslunefnd LL hefur lagt fram kynningar- og fræðslufundaáætlun fyrir starfsárið 2014-15. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir þeirri nýjung að bjóða upp á hádegisfræðsluröð fyrir starfsmenn lífeyrissjóða. Nú er kallað eftir hugmyndum um fræðsluefni fyrir hádegisfundina og óskað eftir að tillögur verði sendar á netfangið ll@ll merkt Hádegisfræðsla.

 

Á döfinni

Við lifum vel og lengi

Landssamtök lífeyrissjóða og Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um hækkandi lífaldur og áhrif þess á lífeyrissjóði mánudaginn 24. nóvember kl. 13-16. Sjá nánar

Sveigjanleg starfslok og atvinnumál 60 ára og eldri

Öldrunarráð Íslands stendur fyrir ráðstefnu um sveigjanleg starfslok og atvinnumál 60 ára og eldri á Hótel Natura, þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13:30. Sjá nánar

Útgáfa bókar um áhrif fjármagnshafta

Landssamtök lífeyrissjóða kynna nýja bók eftir dr. Ásgeir Jónsson og dr. Hersi Sigurgeirsson um greiðslujöfnuð Íslands, fjármagnshöft og fjárfestingar lífeyrissjóða á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 27. nóvember kl. 10-12. Stjórn LL fól Ásgeiri og Hersi að greina áhrif fjármagnshafta á lífeyrissjóði og er bókin afrakstur þess verkefnis.

Hádegisfræðslufundur – lífeyrissjóðalögin

Þriðjudaginn 2. desember kl. 12:00 verður hádegisfræðslufundur þar sem farið er yfir helstu atriði í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.

Af vettvangi LL

Málþing var haldið þann 11. nóvember sl. undir yfirskriftinni „Eiga lífeyrissjóðirnir Ísland“.