Nýr vefaðgangur, Lífeyrisgáttin, verður opnaður þann 29. október. Með henni geta landsmenn í fyrsta sinn fengið í einu lagi heildar upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingarsjóðum. Lífeyrisgáttina verður að finna á heimasíðum lífeyrissjóðanna á læstum sjóðfélagavef.
Verið er að leggja lokahönd á endurgerðan fræðsluvef um lífeyrismál, gottadvita.is. Fræðsluvefnum er einkum ætlað að höfða til yngri aldurshópa en á vefnum eru einnig almennar spurningar og svör um lífeyrisréttindi. Sérstakur vinnuhópur hefur, í samstarfi við almannatengslafyrirtækið Athygli, unnið að endurbótum á texta og hugmyndafræði vefsins.
Ólafur Páll Gunnarsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Íslenska lífeyrissjóðsins. Því starfi gegndi áður Halldór Kristinsson.
Sjá nánar
Stjórn LL heldur reglulega fundi með ýmsum aðilum til að veita upplýsingar um starfsemi samtakanna og kalla eftir ábendingum. Framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna voru boðnir til hádegisspjalls 10. september og forstöðumenn lífeyrisdeilda þann 1. október.
Þann 21. október er forystufólki aðila vinnumarkaðarins boðið í hádegisspjall.
Fjórir fyrirlesarar fluttu erindi á fundinum.
Marinó Örn Tryggvason fór yfir um breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar á næstu áratugum.
Dr. Amin Rajan fjallaði um breytt fjárfestingarumhverfi, breytingar á eignastýringarmódelum og þróun nýrra lausna fyrir lífeyrissjóði.
Jón Finnbogason ræddi um aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun heimila og breytingar sem eru framundan.
Hreggviður Jónsson fjallaði um aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun íslensks atvinnulífs. Sjá nánar
Haldinn var kynningarfundur um löggjöfina þann 26. júní sl. Nokkur atriði þykja enn óljós og stendur því til að fá fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu til að svara spurningum. Fundarboð verður sent til framkvæmdastjóra sjóðanna.
Allir starfsmenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða eru boðnir til samstarfsfundar þann29. október á Grand hótel við Sigtún kl. 17.00 – 18.00 í tilefni af opnun Lífeyrisgáttarinnar.
Lífeyrissjóðirnir hafa sameinast um að bjóða sjóðfélögum í heimsókn á opnu húsi þann 5. nóvember. Nánari dagskrá verður kynnt á heimasíðu hvers sjóðs þegar nær dregur.
LL stendur fyrir kynningu á doktorsritgerð Ólafs Ísleifssonar um íslenska lífeyriskerfið þann 7. nóvember.
Grein eftir Hrafn Magnússon birt í Kjarnanum 10. október 2013. Sjá nánar