Snemmtaka lífeyris í Danmörku

Hádegisfræðsla 2. maí kl. 12.00 í Guðrúnartúni 1, 4. hæð og fjarfundur 

Í Danmörku hafa verið miklar breytingar undanfarin ár á fyrirkomulagi varðandi snemmtöku lífeyris. Snemmtaka lífeyris var einkum hugsuð fyrir þá hópa sem höfðu t.a.m. unnið líkamlega krefjandi störf og höfðu ekki fulla starfsorku fram til almenns eftirlaunaaldurs.

Ásta Ásgerisdóttir, hagfræðingur hjá LL, mun flytja erindi um snemmtöku lífeyris í Danmörku og fara yfir þá umræðu sem átti sér stað í Danmörku um svonefnt "Arne pension" og hvernig stjórnvöld hafa reynt að mæta kröfum um sveigjanleika við starfslok.