Íris Bettý Alfreðsdóttir greinir frá helstu niðurstöðum MS ritgerðar sem hún vann í samstarfi við Reykjavíkurborg í tengslum við nám sitt við Háskólann á Bifröst. Íris tók viðtöl við fyrrum starfmenn Reykjavíkurborgar sem höfðu hætt vegna aldurs. Markmið rannsóknarinnar var að ná fram upplifun og viðhorfi til eigin starfsloka og lífsgæðum í ljósi þeirra. Í rannsókninni kom m.a. fram að námskeið og undirbúningur skipta miklu máli fyrir heildarupplifun og flestir viðmælenda höfðu sótt starfslokanámskeið á vegum Reykjavíkurborgar í tengslum við starfslok.
Einnig kom fram að aldur var sá þáttur sem hafði helst áhrif á ákvörðunartökuferlið en flestir hættu við sjötugsaldur. Almennt töldu þátttakendur að þeir hefðu raunverulegt val og ákvörðunarvald varðandi sín starfslok. Ummæli frá einum viðmælenda í rannsókninni;
„,,Ég hætti bara mjög sátt og með þá tilfinningu að ég hefði unnið gott starf og farsælt“
Niðurstöður benda þó til þess að styrkja megi eftirfylgni af hálfu borgarinnar í tengslum við starfslok og að huga mætti betur að markvissara samtali til dæmis í formi formlegra starfslokasamtala.
Nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar verður næsta fimmtudag kl. 9.00 og skráning fer fram í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.