Fróðleikur frá TR og Skattinum um erlend málefni

Í hádegisfræðslu 9. mars héldu þau Bára Jóhannesdóttir, verkefnastjóri erlendra mála og Ingvar Sverrisson lögfræðingur hjá TR erindi um erlend málefni ásamt Guðrúnu Ástu Sigurðardóttur sérfræðingi í alþjóðlegri skattlagninu hjá Skattinum.
Gerð var grein fyrir: 
  • Samningum og reglum sem gilda á sviðinu og farið yfir ferli umsókna hjá TR hjá þeim sem búa hér á landi og eiga rétt erlendis og einnig þeim sem búa erlendis og eiga rétt á Íslandi.
  • Helstu reglum sem gilda um skattlagningu lífeyris og reglur um tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert við önnur ríki.
Erindin má nálgast hér:

 Réttindi erlendis og EES samningurinn 

 Skattlagning lífeyris