Gerðu samanburð - taktu upplýsta ákvörðun við val á viðbótarlífeyrissparnaði

Gerðu samanburð - taktu upplýsta ákvörðun við val á viðbótarlífeyrissparnaði

Gerðu samanburð áður en þú velur vörsluaðila fyrir viðbótarlífeyrissparnað þinn.

Við val á vörsluaðila fyrir viðbótarlífeyrissparnað er mikilvægt að bera saman helstu atriði sem geta haft áhrif á ávöxtun og kostnaðÍ dag er hægt að rýna svokölluð lykilupplýsingaskjöl (Key Investment Information Document)  áður en samningur er gerður. 

Upplýsingarnar eru lögbundnar og hafa það meginmarkmið að auðvelda einstaklingum að skilja eðli sparnaðarleiðarinnar, tengda áhættu, kostnað og mögulegan ávinning eða tap. Þannig gefa þær innsýn í fjárhagslega stöðu viðkomandi vörsluaðila og gera notendum kleift að bera hana saman við aðrar ávöxtunarleiðir – bæði hjá sama sjóði og hjá öðrum vörsluaðilum.

Lykilupplýsingaskjöl:  

Skjölin eru stöðluð að uppsetningu og innihaldi og eru ekki auglýsingar, heldur hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar sem sýna meðal annars eðli sparnaðarleiðarinnar, kostnað, áhættu og mögulega ávöxtun.

Hvað innihalda skjölin? 

  • Áætlaðan kostnað (umsýslugjöld) 

  • Vænta ávöxtun við mismunandi markaðsaðstæður

  • Upplýsingar um áhættuþætti viðkomandi ávöxtunarleiðar

  • Fjármagnsstefnu sjóðsins  - vænta ávöxtun til framtíðar allt að 40 ár fram í tímann. 

Taktu upplýsta ákvörðun

Áður en þú velur vörsluaðila skaltu spyrja þig eftirfarandi spurninga:

  • Hversu mikil áhætta hentar mér?
    Ungt fólk getur oft tekið meiri áhættu (t.d. hlutabréfasjóðir), en eldra fólk vill frekar öruggari ávöxtun (t.d. skuldabréfasjóðir).

  • Er ég að fá líftryggingavernd með sparnaðinum?
    Sumir sjóðir í gegnum líftryggingafélög bjóða slíka vernd, aðrir ekki.

  • Hver er raunverulegur kostnaður?
    Lág gjöld skila oftast betri raunávöxtun til lengri tíma.

  • Hversu mikil sveigjanleiki er á úttektum?
    Athugaðu hvort binditími eða skilmálar séu takmarkandi.

Í sumum tilvikum taka söluaðilar háar söluþóknanir sem geta numið hundruðum þúsunda króna fyrir hvern samning. Margir gera sér ekki grein fyrir þessum kostnaði við gerð samningsins. Hjá lífeyrissjóðum á Íslandi fer sparnaður viðkomandi ekki í kostnað heldur fer allt framlagið beint í sparnaðinn og byggir upp eignasafn viðkomandi.

Langtímasýn og lægri heildarkostnaður

Þótt sumir samningar geti lofað hærri ávöxtun til skamms tíma getur hár rekstrarkostnaður eða tryggingagjöld haft neikvæð áhrif á heildarávöxtun til lengri tíma litið.

Ef eitthvað breytist?

Lykilupplýsingaskjölin hjálpa einnig við að meta hvernig samningurinn bregst við breytingum á aðstæðum, til dæmis ef þú flytur erlendis, breytir greiðslum eða óskar eftir útgreiðslu fyrr.

Hver er munurinn á séreignarsparnaði hjá íslenskum sjóðum og hjá erlendum lífeyristryggingafélögum?

Einn af lífeyrissjóðunum tók nýlega saman fræðslu varðandi mikilvægi þess að taka upplýsta ákvörðun, gera samanburð og kynna sér því vel hvernig sparnaðurinn mun líta út áður en farið er af stað í samning við vörsluaðila um lífeyrissparnað. Hér fyrir neðan má sjá klippur um nokkur mikilvæg atriði ásamt allri umfjölluninn og fram koma Halldór Bachmann og Helgi Pétur Magnússson sem unnu að gerð efnisins.
 
  • Eignamyndun er það sem skiptir máli fyrir einstaklinginn

  • Tvö lög af hagsmunum, hverjir eru hagsmunir vörsluaðila í erlendum lífeyristryggingafélögum?

  • Með lífeyristryggingu fer gagnsæi og sveigjanleiki

  • Mikilvægi þess að gera samanburð áður en ákvörðun er tekin

 

Hér má sjá kynningu Almenna lífeyrissjóðsins í heild sinni.

Hér á vefsíðunni okkar er að finna svör við algengum spurningum þegar kemur að viðbótarlífeyrissparnaði eins og hvaða reglur gilda, hverjir eru helstu kostir og hvernig hægt er að nýta sparnaðinn.

Spurt og svarað - viðbótarlífeyrissparnaður