Lærdómur ársins 2020 getur markað nýtt upphaf

Fordæmalaus velsæld sem er því miður ekki sjálfbær 

Við vekjum athygli á áhugaverðri grein sem birtist í síðustu viku eftir Tómas Njál Möller formann Festu miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. 

Tómas Njáll Möller

Í greininni fjallar Tómas m.a um hvernig mannkynið hefur þróast úr að vera lítið þorp á stórri jörð í risastóra borg á lítilli jörð. Því hafi fylgt fordæmalaus velsæld sem er því miður ekki sjálfbær. Í raun sé verið að taka lán hjá komandi kynslóðum sem óvíst er hvernig hægt er að greiða til baka. 

Hugsa viðskiptalíkön sín upp á nýtt

Einnig vitnar Tómas í ræðu sem Mark Carney fyrrum bankastjóri Englandsbanka flutti nýlaga þar sem hann segir að fjárfestar þurfi að hugsa viðskiptalíkön sín upp á nýtt með sjálfbærni að leiðarljósi. Það gæti komið í veg fyrir að við ógnum framtíð komandi kynslóða og um leið skapað okkur stærri viðskiptatækifæri en við höfum áður séð.

Hér má nálgast greinina í heild sinni: Lær­dómur ársins 2020 getur markað nýtt upp­haf. 

Í greininni er vakin athygli á veglegri ráðstefnu á vegum Festu sem verður

28. janúar kl. 9.00 - 12.00 og ber yfirskriftina Nýtt upphaf!