Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði

Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði

Helstu áherslur fjármálaeftirlits 2022-2024

Seðlabanki Íslands gaf nýlega út ritið Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2022-2024. Þar eru dregnar fram fjórar stefnumarkandi áherslur fram til 2024 sem ná til fjármálamarkaðarins í heild. Þær eru:

  • Net- og upplýsingatækniöryggi
  • Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
  • Áhersla á viðskiptavininn
  • Sjálfbær fjármál

Eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða - helstu áherslur

Lífeyrissjóðirnir eru stór hluti af íslenskum fjármálamarkaði og hefur fjármálaeftirlit SÍ virkt eftirlit með starfsemi þeirra. Helstu áhersluatriði næstu tvö ár er snúa að lífeyrissjóðum eru eftirfarandi: 

1. Umfang lífeyrissjóða

2. Stjórnarhættir og sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða

3. Framkvæmd og umgjörð tryggingafræðilegra athugana.

Á heimasíðu SÍ má nálgast nánari upplýsingar um ritið.

Samantekt frá Seðlabanka Íslands