Starfsendurhæfing og örorkulífeyrir - markvissari samskipti VIRK og lífeyrissjóðanna

Starfsendurhæfing og örorkulífeyrir - markvissari samskipti VIRK og lífeyrissjóðanna

Í morgun stóðu LL og VIRK - Starfsendurhæfingarsjóður fyrir kynningarfundi á Grand hóteli þar sem kynntar voru tillögur að nýju verklagi, auknum samskiptum og bættu upplýsingaflæði milli VIRK og lífeyrissjóða. Fundinn sóttu starfsmenn lífeyrisdeilda, stjórnendur og trúnaðarlæknar lífeyrissjóða. Frummælendur voru þær Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK og Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, lögfræðingur hjá LSR. Glærur frá fundinum er hægt að nálgast hér:

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK "Ábyrgð og hlutverk mismunandi aðila. Hvernig náum við betri árangri saman?"

Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK "Hvernig geta lífeyrissjóðir nálgast og nýtt upplýsingar frá VIRK".

Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, lögfræðingur hjá LSR "Endurhæfing skilyrði greiðslu örorkulífeyris".

 

 

IMG_5432