41 þúsund lífeyrisþegar 2,4 milljarðar króna 3 starfsmenn
Lítið fer fyrir Greiðslustofu lífeyrissjóðanna hvernig svo sem á er litið. Í húsakynnum hennar er ekki sérlega vítt til veggja og þar eru bara þrír starfsmenn. Þarna slær samt hjarta þriðjungs lífeyrissjóðakerfisins.
Fjórir tugir þúsunda manna fá mánaðarlega yfir tvo milljarða króna frá Greiðslustofunni fyrir hönd ellefu lífeyrissjóða, um 35% alls lífeyris sem greiddur er úr íslenskum lífeyrissjóðum hverju sinni.
10.10.2014
Viðtöl og greinar