Ábyrgar fjárfestingar og ófjárhagslegar upplýsingar

Ábyrgar fjárfestingar og ófjárhagslegar upplýsingar

Aukin vitundarvakning um málefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja hefur stuðlað að auknum áhuga á samfélagslega ábyrgum og sjálfbærum fjárfestingum. Starfsfólk eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka hefur síðustu ár lagt mikla vinnu í að aðstoða viðskiptavini við mótun fjárfestingarstefnu, auk þess að setja sér siðferðileg viðmið, meðal annars vegna krafna lífeyrissjóða.  Stefna bankans um ábyrgar fjárfestingar hefur síðan verið þróuð út frá þeirri vinnu.

Til að kynna þessa vinnu stendur fræðslunefnd LL fyrir hádegisfræðslufundi miðvikudaginn 22. maí á Grandhóteli sem hefst kl. 12. Þar munu Óli Freyr Kristjánsson og Aníta Hilmarsdóttir, starfsmenn eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka, leitast við að nálgast málefnið með fræðilegum hætti en jafnframt tengja það praktík með því að greina frá vinnu bankans og reynslu af umræddum málefnum.

Skráning hér