Markmið lífeyrissjóða í grænum fjárfestingum

Markmið lífeyrissjóða í grænum fjárfestingum

Íslenskir lífeyrissjóðir vinna að markmiðum um grænar fjárfestingar

Við lok árs 2022 endurnýjuðu 14 íslenskir lífeyrissjóðir markmið sitt um auknar grænar fjárfestingar. Sjóðirnir hafa sett sér markmið um að fjárfesta um 5,1 milljarði Bandaríkjadala (um 660 milljörðum króna) í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030.

Sjóðirnir vinna að þessu markmiði í samstarfi við alþjóðlegu samtökin Climate Investment Coalition en auk íslensku sjóðanna hafa fjölmargir aðrir norrænir sjóðir gefið út svipaðar yfirlýsingar undanfarin ár. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa staðfest vilja sinn til að vera virkir þátttakendur í að auka hlut grænna fjárfestinga og að vinna að því markmiði að minnka losun gróðurhúsalofttegunda til samræmis við ákvæði Parísarsáttmálans.

  • Climate Investment Coalition hér
  • World Climate Foundation hér