Robert Z. Aliber fjallar um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða

Robert Z. Aliber fjallar um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða
 
Bandaríski hagfræðingurinn Robert Z. Aliber fjallar um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða í fyrirlestri þann 7. júní, kl. 12.00 - 13.30 í Odda, HÍ
 
Í fyrirlestri sínum mun Aliber fjalla um tengsl erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og mynsturs viðskiptahalla og viðskiptaafgangs í heiminum og hvernig afgangur á viðskiptum eins lands skapar halla í viðskiptum annarra landa. Hann mun leitast við að svara þeirri   spurningu hvort þjóðir Vesturlanda, sem horfa fram á fjölgun fólks á lífeyrisaldri, geti fjármagnað fyrirséða aukningu lífeyrisgreiðslna með erlendum fjárfestingum og hvaða erfiðleika slíkar fjárfestingar geta skapað í alþjóðahagkerfinu.

Umræður í lokin 

Að loknum fyrirlestri Alibers munu Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, og Lúðvík Elíasson, yfirmaður rannsókna- og spádeildar Seðlabanka Íslands, ræða um efni fyrirlestursins. Slóð á heimasíðu PRICE. 

Fundurinn er öllum opinn.  Nánari upplýsingar