Fjármálavit 2017 - annáll viðburðarríks árs

Fjármálavit 2017 - annáll viðburðarríks árs

Fjármálavit 2017 - annáll viðburðarríks árs

Fjármálavit hefur tekið saman skemmtilegan annál yfir starfsemina á árinu. Landssamtök lífeyrissjóða gengu til liðs við Fjármálavit á árinu.

Árið 2017 var viðburðaríkt hjá Fjármálaviti líkt og fyrri ár. Kennarar eru margir hverjir orðnir vel kunnugir námsefni Fjármálavits en markmiðið er að innleiða gott námsefni sem fjallar um fjármál einstaklinga og kennarar treysta og vita að skilar árangri. Það eykur líkurnar á því að markmiðið um að fjármálafræðsla fái sess í aðalanámskrá grunnskóla náist.

Öllum grunnskólum er boðin heimsókn á hverju skólaári og eru heimsóknir í boði yfir veturinn. Lögð er áhersla á að ekki sé um neina kynningarstarfsemi fyrirtækja að ræða og virkar það vel á skólana. Frá því að Fjármálavit hóf göngu sína vorið 2015 hafa yfir 250 starfsmenn unnið verkefni með 11 þúsund nemendum.

Öflugir nýir liðsmenn


Eitt af því sem stóð upp úr á árinu var þegar Landssamtök lífeyrissjóða gengu til samstarfs við SFF um Fjármálavit. Skrifað var undir samning 29. mars síðastliðinn í miðri viku sem tileinkuð var fjármálalæsi um allan heim. Starfmenn lífeyrissjóðanna hafa síðan þá sýnt verkefninu mikinn áhuga og verið duglegir að heimsækja skólana með verkefni Fjármálavits. Á myndinni má sjá Kristínu Lúðvíksdóttur, verkefnisstjóra Fjármálavits, Katrínu Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra SFF, Þóreyju S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra LL og Rakel Fleckenstein Björnsdóttur, verkefnastjóra LL, við undirskrift samningsins.
 

Evrópuleikar í fjármálalæsi árið 2018

Fjármálavit er þátttakandi í Evrópuverkefni í að efla og bæta fjármálalæsi ungmenna í Evrópu og hefur fengið hrós fyrir á þeim vettvangi hversu vel er staðið að fræðslunni hér á Íslandi.

Á myndinni má sjá Kristínu Lúðvíksdóttur, verkefnisstjóra Fjármálavits, Katrínu Júlíusdóttur, framkvæmdastjóra SFF, Þóreyju S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra LL og Rakel Fleckenstein Björnsdóttur, verkefnastjóra LL, við undirskrift samningsins.Yfir 30 lönd eru í þessu samstarfi og er hápunktur þess  vitundarvakning um fjármálalæsi sem stendur yfir heila viku ár hvert í marsmánuði. Fjármálavit hélt upp á vikuna með ýmsu móti en hápunkturinn var ráðstefna um fjármálalæsi þar sem kennarar og stofnanir sem vinna að eflingu fjármálavitundar ungmenna  leiddu saman hesta sína og fjölluðu um stöðu mála.

Á nýju ári,fylgja fjölmargar áskoranir. Áherlsan verður áfram á aukinn stuðning við kennara í notkun námsefnisins og er einn partur af því námskeið fyrir kennara.

Í undirbúningi er einnig þátttaka Fjármálavits í Evrópskum spurningaleikum næsta vor. Haldin verður landskeppni í fjölmörgum löndum Evrópu þar sem sigurvegarar frá hverju landi taka þátta í lokakeppni. Miklar væntingar eru bundnar við leikana í höfuðstöðvum Evrópsku bankasamtakana í Brussel.