Mikilvægi kennslu í fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum

Mikilvægi kennslu í fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum

Fjármálavit stendur fyrir streymisfundi um fjármálalæsi þriðjudaginn 16. mars kl. 11 – 11.45. 

Einnig streymt á Facebook síðunni Lífeyrismál.

Hvað er Fjármálavit?

Fjármálavit er fræðsluvettvangur með áherslu á námsefni í fjármálalæsi sem Samtök fjármálafyrirtækja starfrækja með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Tilgangurinn með Fjármálaviti er að stuðla að aukinni kennslu í fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum og byggja grunn að farsæld ungmenna í eigin fjármálum.

Áhersla fundarins er á mikilvægi kennslu í fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum.
 Dagskrá:
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra - ávarp.
  • Nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla  - „Menntakerfið okkar“.
  • Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins  kynnir nýja kennslubók sína í fjármálalæsi - „Farsæl skref í fjármálum“.
  • Alma Björk Ástþórsdóttir greinir frá helstu niðurstöðum úr MS ritgerð sinni í viðskiptafræði við Háskóla Íslands: Fjármálalæsi í íslensku skólakerfi – leiðin að markvissri kennslu.
Skráning:

Hér getur þú skráð þig á fundinn. 

Þeir sem skrá sig fá slóðina á fundinn senda í tölvupósti. Upptaka verður einnig gerð aðgengileg eftir fundinn undir sömu slóð fyrir þá sem ekki hafa tök á að horfa á útsendinguna.

 

Viltu fylgjast með
og fá fréttabréfið okkar?
Netfangið þitt