Fjölsótt málþing um kjör eldra fólks

Landssamband eldri borgara (LEB) hélt fjölsótt málþing um kjör eldra fólks 2. október sl. í Reykjavík og samtímis var útsending í streymi til áhorfenda um allt land. Í umræðum um kjaramálin og ályktun sem samþykkt var einróma í lok málþingsins vógu tekjutengingar lífeyrisgreiðslna frá Tryggingastofnun þungt, svo og skattamál.

Ræðumenn og þátttakendur í pallborðsumræðum komu frá öllum þingflokkum á Alþingi, úr röðum forystufólks LEB og verkalýðshreyfingarinnar auk sérfræðinga um kjara-, efnahags- og lífeyrismál. Meðal sérfræðinganna voru Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða (LL), og Hrafn Magnússon fyrrverandi framkvæmdastjóri LL. Meðal ræðumanna úr forystu LEB var Þorbjörn Guðmundsson, fyrrverandi formaður LL.

  • Ályktun málþingsins má lesa hér
  • Stefnumörkun LEB í kjaramálum má lesa hér
  • Upptöku frá málþinginu má finna hér