Stjórnarhættir lífeyrissjóða ættu að vera öðrum til fyrirmyndar
Dr. Eyþór Ívar Jónsson, stofnandi Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum, segir að lífeyrissjóðir eigi að taka af skarið og vera fyrirmyndir um góða stjórnarhætti, enda áhrifamiklir og öflugir fjárfestar.
Ari Skúlason, hagfræðingur í Landsbankanum, flutti á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í maí sl. áhugavert erindi sem bar yfirskriftina „Er eldra fólk unglingar nútímans?". Í viðtali við Lífeyrismál.is kemur Ari víða við og segist meðal annars óþægilega oft verða var við það að fólk veit lítið um lífeyrisréttindi sín og stöðu þegar starfsferli lýkur.