Námskeið á döfinni

Námskeið á döfinni

Áhugaverð námskeið á næstu vikum

Ársreikningar og skýrslur lífeyrissjóða 7. apríl

Farið er yfir lög og reglur um ársreikninga lífeyrissjóða og upplýsingagjöf í ársskýrslum sjóðanna. Ársreikningar lífeyrissjóða eru greindir og helstu kennitölur útskýrðar.

Leiðbeinandi er Vignir R. Gíslason, löggiltur endurskoðandi og partner hjá PWC

Yfirlitsnámskeið um lífeyriskerfið og starfsemi lífeyrissjóða 26. - 27. apríl

Á námskeiðinu er farið yfir hlutverk og starfsumhverfi lífeyrissjóða. Uppbygging og hugmyndafræði lífeyriskerfisins er útskýrð, fjallað er um lagaumhverfið, eignir og fjárfestingaheimildir. Auk þess er rætt um hlutverk og skyldur stjórnarmanna og farið yfir almennar kröfur og faglegt hæfi stjórnarmanna lífeyrissjóða sem tengjast hæfismati. 

Leiðbeinendur eru Kristján G. Pétursson, lögfr. hjá Birtu Lífeyrissjóður og Tómas N. Möller, lögfr. hjá LIVE

Tryggingafræðilegt mat 17. maí

Fjallað er um forsendur og aðferðafræði við gerð tryggingafræðilegs mats lífeyrissjóða og helstu áhrifa- og óvissuþætti því tengdu. Einnig er rætt um viðmið um tryggingafræðilega stöðu og aðgerðir sem sjóðunum ber að grípa til í tengslum við hana.

Leiðbeinandi er Bjarni Guðmundsson, tryggingastærðfræðingur.

Undirbúningsnámskeið vegna hæfismats FME verður 19. maí og 2. - 4. júní.

    • Fjárfestingastefna, áhættumat, hlutverk og helstu verkefni stjórnarmanna í lífeyrissjóðum 19. maí.
      Leiðbeinandi Tómas Möller, lögfr. hjá LIVE lífeyrissjóði
    • Hlutverk stjórnarmanna og starfsemi lífeyrissjóða 2.-4. júní.
      Leiðbeinandi Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri LL
    • Sjálfstæði, dómgreind og viðhorf.
      Leiðbeinandi Kristján G. Pétursson, lögfr. hjá Birtu
    • Reikningsskil og endurskoðun lífeyrissjóða.
      Leiðbeinendur Vignir R. Gíslason og Jón Sigurðsson – báðir löggildir endurskoðendur og partner hjá PWC

Nánari upplýsingar og skráning hér