Uppfært Samkomulag um samskipti lífeyrissjóða

Uppfært Samkomulag um samskipti lífeyrissjóða 

Lífeyrissjóðir hafa uppfært Samkomulag um samskipti lífeyrissjóða.  Markmið samkomulagsins er að tryggja að sjóðfélagar sem greitt hafa iðgjöld til fleiri en eins lífeyrissjóðs glati ekki réttindum sínum eða öðlist meiri rétt vegna þess.

Samkomulagið byggist á 2. og 3. mgr. 19. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem og á 9. gr. reglugerðar nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Samþykktir túlkaðar í samræmi við samkomulagið 

Lífeyrissjóðir og deildir þeirra sem eru aðilar að samkomulaginu leitast við að túlka samþykktir sínar í samræmi við samkomulagið sem hefur það að markmiði að sjóðfélagar hvorki glati réttindum né öðlist meiri réttindi vegna þess að greitt hafi verið til fleiri sjóða. 

Samkomulagið má nálgast hér