Það er hlutverk Landssamtaka lífeyrissjóða að standa vörð um réttindi sjóðfélaga

Það er hlutverk Landssamtaka lífeyrissjóða að standa vörð um réttindi sjóðfélaga

Okkur ber að berjast gegn of miklum tekjutengingum

sagði Þórey í viðtali við Fréttablaðið nýverið en þar vekur hún athygli á óhóflegum tekjutengingum almannatrygginga og mikilvægi fræðslu.

Of algengt sé að fólk þekki ekki réttindi sín í lífeyrissjóðunum og þekki einfaldlega ekki muninn á lífeyrissjóðunum og almannatryggingum. Þórey segir það mjög mikilvægt að fólk viti um hvað lífeyrissjóðirnir snúast og hvaða réttindi þeir veita. Hún bendir í viðtalinu á vef Landssamtaka lífeyrissjóða, Lífeyrismál.is en þar er að finna mikinn fróðleik og svör við algengum spurningum um lífeyrismál bæði á íslensku, ensku og pólsku. 

Viðtalið í Fréttablaðinu

Tengill á Spurt & svarað á Lífeyrismálum.is

Viðtal við dr. Hauk Arnþórsson um hugmyndir um aukna atvinnuþátttöku eldri borgara

Viðtal Lífeyrismála.is við Hörpu Njáls um tekjutengingar og lágtekjumiðað samfélag